Fyrirtækjalausnir

Beata Líf Czajkowska

beata@liberis.is
s: 8963039

Í tilboði okkar felst að bjóða upp á fagleg tungumálanámskeið sem eru aðlöguð að þörfum fyrirtækja sem ráða starfsmenn af erlendum uppruna. Við hönnun slíkra námskeiða tökum við alltaf tillit til þarfa beggja aðila (vinnuveitanda sem og viðskiptavina og þátttakenda á námskeiðinu). Við framkvæmum stöðumat til að meta raunverulega þekkingu starfsmanna á tungumálinu og ákveðum form og stig námskeiðsins svo það verði eins árangursríkt og hagkvæmt og hægt er fyrir bæði starfsmenn og vinnuveitanda að teknu tilliti til beiðna og athugasemda beggja aðila. Að auki leggjum við mikla áherslu á í samstarfi okkar við viðskiptavini að samskipti séu skýr og byggð á gagnkvæmu trausti. Við trúum því að þessi gildi, ásamt margra ára reynslu stofnenda og starfsmanna Liberis, geri það að verkum að samstarf við okkur skili mælanlegum ávinningi fyrir fyrirtæki sem fjárfesta í faglegri hæfni starfsmanna sinna. Að það auki samskiptahæfileika þeirra og flýti fyrir aðlögun þeirra að íslensku vinnuumhverfi.