Um okkur
Liberis Fræðslumiðstöð var stofnuð til að bregðast við stöðugt vaxandi menntunarþörf fullorðinna innflytjenda sem koma til Íslands.
Meginmarkmið starfsemi okkar er að veita viðskiptavinum okkar hágæða þjálfunar- og fræðsluþjónustu, sniðin að þörfum viðskiptavinarins sem er mögulegt vegna margra ára starfsreynslu okkar. Við höfum öðlast mikla reynslu á þessu sviði við að sinna og skipuleggja námskeið og kennslu í íslensku. Tilboð okkar er beint til þeirra innflytjenda og vinnuveitenda þeirra sem vilja starfa í íslensku samfélagi og vilja bæta samskiptahæfni sína. Námskeiðin eru í formi kvöld- og dagnámskeiða og er um sérsniðin fagnámskeið í íslensku að ræða.
Faglegt skipulag og reynsla okkar, ásamt frábærri þekkingu á þjálfunarþörf innflytjenda með mismunandi tungumálakunnáttu, hefur hjálpað okkur að útfæra sérhæfð námskeið, bæði í formi fræðslu og námskeiða sem beint er til þeirra fyrirtækja sem starfa á íslenskum markaði og ráða erlenda starfsmenn.
Auk þess að búa yfir margra ára reynslu í framkvæmd og skipulagningu slíkra námskeiða, þá styrkist staða Liberis á íslenskum markaði þar sem stofnendur og stjórnendur verkefnisins eru einnig innflytjendur og hafa verið í tengslum við Ísland og íslenskan markað í mörg ár. Þessi faglega reynsla sem við höfum öðlast sem innflytjendur til margra ára í starfi og búsetu á Íslandi gerir okkur kleift að bjóða upp á gæðaþjónustu. Við leggjum ríka áherslu á hágæðakennslu þar sem stuðst er við mismunandi kennsluaðferðir og góð samskipti við samstarfsaðila og nemendur okkar. Allt þetta gerir okkur að traustum samstarfsaðilum sem hægt er að treysta til að annast og veita hágæðaþjónustu. Til marks um þetta traust eru fyrrverandi og núverandi nemendur okkar og þau fyrirtæki sem eiga í samstarfi við okkur.