Gæðastefna

Innra gæðakerfi og sjálfsmat

Stefna Liberis ehf. er að fylgja mælikvarða tengdum gæðamálum, að framhaldsfræðsla er í samræmi við það sem best gerist á hverjum tíma til að tryggja samkeppnishæfi starfseminnar og að hún standist fyrirliggjandi gæðaviðmið hverju sinni.  

  • Að kennurum, stjórnendum og öðru starfsfólki er tryggður aðgangur að endurmenntun, t.d. í kennslutækni og stjórnun, á starfstíma þeirra.  
  • Að starfsmenn sem ráðnir eru uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til þeirra sem starfa í fullorðins- og framhaldsfræðslu.  
  • Að stuðlað er að skilvirkri, sveigjanlegri og gegnsærri stjórnsýslu. Að nemendur og starfsfólk hafa góðan aðgang að stjórnendum, annað hvort með föstum fundum eða viðtalstíma og að réttindi þeirra sem nýta sér þjónustu Liberis ehf. eru virt.  

Markmið þess er tryggð með eftirfarandi aðgerðum: 

  • Við námskeiðslok eru þátttakendur beðnir um að fylla út könnunarblöð þar sem nemendum gefst kostur á að meta þjónustuna. Allar spurningar í könnuninni snúa að  upplifun nemenda af þjónustunni, gæðum náms og námsefnis, kennurum og ánægju af náminu í heild sinni. Þátttakendur fá þá einnig tækifæri til að koma athugasemdum sínum á framfæri. Niðurstöðurnar eru notaðar sem hluta af sjálfsmati Liberis. Spurningar í könnunarblaðinu eru endurskoðaðar einu sinni á ári eftir þörfum og breytingum gerðum á efninu eða starfseminni.  
  • Í framhaldinu er haldinn er starfsmannafundur með kennurum. Á starfsmannafundum gefst öllum tækifæri á að fara yfir önnina og gera hana upp. 
  • Í kjölfarið gerir gæðastjóri sjálfsmatsskýrslu sem byggir á þeim gögnum sem safnað er í gegnum kannanir. Í sjálfsmatsskýrslunni er gerð grein fyrir niðurstöðum sjálfsmats fyrra árs. 
  • Sjálfsmatsskýrsla hvers árs og aðgerðaáætlun til betrumbóta er aðgengileg á heimasíðu Liberis liberis.is í lok desember. 

Kannanir_samantekt 2023

  • Á hverri önn er kennsluefni endurskoðað og betrumbætt.  

Lýsing á innra gæðakerfi og sjálfsmati fræðsluaðila snýr að því að það fullnægi skilyrðum IV. kafla laga um framhaldsfræðslu um mat og eftirlit með gæðum. 

 

Réttindi, skyldur og meðferð ágreiningsmála 

Markmið þessara verklagsreglu er að koma upp formlegu ferli varðandi ágreiningsmál og þær leiðir sem nemendur og starfsmenn hafa til þess að leita réttar síns telji þeir á sér brotið með við óæskilegrar aðstæður eða hegðun.  

Starfsmenn félagsins (þar með taldir verktakar) hafa þeirri skyldu að gegna að sýna samstarfsfólki, nemendum eða öðrum sem þeim ber að vinna með fyrir hönd félagsins kurteisi og virðingu. Jafnframt  skal hver og einn vera sanngjarn og heiðarlegur við störf sín, en sýna nærgætni og tillitssemi, enda skal aðgát höfð í nærveru sálar.  Starfsmönnum er óheimilt að leggja nemendur eða aðrar starfsmenn í einelti, áreita, beita ofbeldi eða sýna af sér aðra óæskilega hegðun. 

Til að tryggja að nemendur njóti sem bestrar kennslu er öll notkun áfengis og annarra vímuefna óleyfileg í kennslustundum og/eða á starfsstöð. Verði starfsmaður, kennari eða nemandi uppvís að neyslu og/eða er undir áhrifum vímuefna skal umsvifalaust vísa viðkomandi út, þ.m.t. úr kennslustund. Í framhaldi skal viðkomandi gefin aðvörun. Verði nemandi aftur uppvís að neyslu vímuefna og/eða er undir áhrifum  á starfsstöð eða í kennslustund áskilur félagið sér rétt til að vísa viðkomandi án frekari aðvörunar úr námi án endurgreiðslu. Sé um starfsmann að ræða, áskilur félagið sér allan rétt til að rifta ráðningasambandinu þá þegar. Sama gildir ef um verktaka er að ræða.  

Við alla vinnu hjá félaginu, og eftir atvikum ákvarðanir sem varða réttindi og skyldur nemenda, skal gæta að meginreglum góðrar stjórnsýslu og stjórnarhátta.  Þá er það skylda starfsmanns að forða, hindra og grípa inn í hvers kyns óæskilegar aðstæður sem hann kann að verða vart við innan starfsmannahópsins og/eða meðal nemenda.  Liberis styðst við 3. gr. reglugerðar nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. 

Með óæskilegum aðstæðum er átt við hvers kyns einelti, ofbeldi, kynferðislegt eða kynbundið áreiti eða mismunun byggða á kynferði, fötlun, aldri, trú, skoðunum, þjóðerni, kynþætti, kynhneigð eða öðrum ómálefnalegum sjónarmiðum, en í framgreindri reglugerð er finna eftirfarandi skilgreiningar á eftirtöldum aðstæðum: 

  • Einelti: Síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.
  •  Kynbundin áreitni: Hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi. 
  • Kynferðisleg áreitni: Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.  
  • Ofbeldi: Hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis. 

Verklag vegna tilkynninga um óæskilega hegðun eða aðstæður: 

  • Þeir nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn (þar með taldir verktakar) sem upplifa það að hafa orðið fyrir ósæmilegu hegðun eða lent í óæskilegum aðstæðum (sbr. t.d. upptalningu og skilgreiningar hér að framan) af hálfu annarra nemanda, starfsmanna, kennara eða annarra sem taka þátt í starfsemi Liberis (þar með taldir verktakar) eru hvattir að tilkynna slíkt á tafa.  Þeir sem hafa orðið vitni að slíkri hegðun eða aðstæðum eru jafnframt hvattir til að tilkynna slíkt.  Tilkynna skal til framkvæmdastjóra Liberis, en ef kvörtunin beinist að framkvæmdastjóranum skal henni beint til einhvers af annars stjórnarmönnum í félaginu. Framkvæmdastjóri/stjórnarmaður skal taka slíkar tilkynningar til úrlausnar um leið og þær berast og kappkosta að ljúka málinu sem fyrst og aldrei síðar en innan fjögurra vikna. 
  • Við meðferð máls skal framkvæmdastjóri/stjórnarmaður sýna varfærni og nærgætni í aðgerðum sínum með virðingu og einkahagi hlutaðeigandi nemanda, kennara og starfsmanns (þar með talið verktaka) í huga, meðal annars með því að veita ekki óviðkomandi aðilum upplýsingar um mál og tryggja að utanaðkomandi aðilar sem kunna að koma að meðferð máls geri slíkt hið sama.   
  • Við úrvinnslu málsins skal framkvæmdastjóri meta aðstæður og ef þörf krefur kalla eftir aðstoð utanaðkomandi aðila (t.d. fagaðila á viðkomandi sviði eða sáttamiðlara).  
  • Framkvæmdastjóri/stjórnarmaður skal skrá niður allt sem tengist meðferð málsins og halda aðilum málsins upplýstum meðan á meðferð stendur að teknu tilliti til laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. 
  • Leiði matið til rökstudds gruns um óæskilega hegðum eða  aðstæður skal framkvæmdastjóri/stjórnarmaður grípa til aðgerða í því skyni að stöðva strax hegðunina/aðstæðurnar og koma jafnframt í veg fyrir að hún/þær endurtaki sig. 
  • Leiði matið til þess að um óæskilega hegðum hafi ekki verið að ræða skal framkvæmdastjóri/stjórnarmaður grípa til aðgerða í því skyni uppræta aðstæðurnar sem kvartað var yfir í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að þær geti leitt til óæskilegrar hegðunar. 
  • Þegar framkvæmdastjóri/stjórnarmaður lítur svo á að máli sé lokið skal hann upplýsa aðila málsins um það.  Óski hlutaðeigandi eftir skriflegri staðfestingu skal framkvæmdastjóri/stjórnarmaður verða við því, ef slík beðni berst innan sex mánaða frá því hann tilkynnt um málslok af hans hálfu. 
  • Ef aðili máls er ekki sáttur við mat framkvæmdastjóra/stjórnarmanns getur viðkomandi beint máli sínu til úrlausnar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.