Kennarar okkar

Magdalena Akimowicz

Kennari

magdalena@liberis.is

Ég heiti Magdalena. Ég kom til Íslands árið 2007. Ég starfa sem bakari og bakstur er mitt helsta áhugamál. Mér finnst líka gaman að ferðast, að fara í fjallagöngur , sérstaklega hér á Íslandi. Ég hlakka til að deila ástríðu minni til íslensku með nemendum mínum og ég tel að þekking mín og áhugi ætla að hjálpa þeim sem vilja læra tungumálið með mér og okkur hjá Liberis.

Bozena Wyrwas

Kennari

bozena@liberis.is

Ég kom til Íslands árið 2000. Frá upphafi elskaði ég eyjuna, fólkið en tungumálið fannst mér skrítið en mjög áhugavert. Ár frá ári lærði ég meira og meira og í dag byrja ég starfið mitt sem kennari hjá Liberis. Ég er ánægð með að geta deilt þekkingu minni og reynslu sem ég hef aflað mér í gegnum árin þegar kemur að íslenskri tungu. Ég elska að ferðast, að lesa og að læra nýja hluti. Ég trúi því að saman með Liberis teymið og í skemmtilegu andrúmslofti finnum við réttu leiðina til að afla þekkingu þína í íslensku.

Sonja María Friðriksdóttir

Kennari

sonja@liberis.is

Ég er fædd og uppalin á Íslandi. Ég er 25 ára, stúdent og stunda listnám í Amsterdam. Gönguferðir um hálendið veita mér sérstaka ánægju en annars hef ég líka áhuga á animaton og öllu sem er í gangi í listaheiminum. Frá því ég var barn hef ég fengið að hlusta á sögur um okkar fallega land. Ég hef alltaf haft áhuga á móðurmáli mínu og íslenskum bókmenntum. Ég vil fullnýta mína hæfni og áhuga til að auka þekkingu á málinu með nemendum og ánægju af því að læra Íslensku. 

Sylwia Terentiuk

Kennari

sylwia@liberis.is

Ég heiti Sylwia og hef búið á Íslandi í yfir 9 ár. Ég vinn sem aðstoðarkennari í grunnskóla. Ég hef líka verið enskukennari í 6 ár.  Fyrir utan að læra erlend tungumál hef ég einnig áhuga á förðun. Ég elska góða bók og kvikmyndir byggðar á sönnum sögum.  Í frítíma mínum skoða ég Ísland með 7 ára syni mínum og kærastanum mínum. Við elskum að ferðast. Ég byrja ævintýrið mitt sem íslenskunennari full af eldmóði og trú á eigin getu. Sjáumst á námskeiðum!